Allt um Okkur

Við erum þrír vinir sem búið hafa um árabil á Tenerife. Markmið okkar er að veita persónulega þjónustu fyrir komu þína til Tenerife. Hvort sem ferðin er til lengri eða skemmri tíma. Við teljum að ekkert verk sé of lítið eða stórt, allt eru þetta verkefni til að leysa í sameiningu og höfum við öll reynslu af ólíkum verkefnum eftir búsetuna hér.

Sirrý hefur búið á Tenerife síðan 2014 og unnið um árabil sem fararstjóri hér. Hún býr í Las Americas með þremur börnum sínum sem öll eru á grunnskóla aldri.

Anna Clara og Hallgrímur hafa búið á Tenerife síðan í janúar 2018. Þau eru búsett upp í hlíðum Torviscas Alto sem tilheyrir Adeje. Þau hafa bæði unnið við ferðamannaþjónustu hér síðan þau fluttu út. Börn þeirra, fimm talsins, eru öll búsett á Íslandi.

Í mars 2021 birtist viðtal við okkur á mbl.is sem má lesa hér

Umsagnir

Virkilega góð og persónuleg þjónusta

Sveinlaug, mars 2020

Takk fyrir okkur, frábær þjónusta

Gunnar, júlí 2019

Samskiptin til fyrirmyndar og gott að geta leitað til einhvers í nágrenninu ef eitthvað kemur uppá

Elísa, febrúar 2019