Allt um Okkur

Við erum þrír vinir sem búið hafa um árabil á Tenerife. Markmið okkar er að veita persónulega þjónustu fyrir komu þína á eyjuna fögru, hvort sem ferðin er til lengri eða skemmri tíma.

Við bjóðum uppá margskonar þjónstu, íbúðir til leigu, fasteignaumsjón, NIE umsóknir og margt margt fleira.

Eftir nokkurra ára búsetu hér höfum við öðlast ólíka reynslu af hinum ýmsu verkefnum og störfum okkar við ferðaþjónustu á Tenerife.

Sirrý

Sirrý hefur búið á Tenerife síðan 2014 og vann um árabil sem fararstjóri hér. Hún býr í Los Cristianos með hundinum Óðni og þremur börnum sínum sem öll eru á grunnskóla aldri.

Anna Clara

Anna Clara hefur búið á Tenerife síðan í janúar 2018. Hún býr á Adeje með Hallgrími og hundinum Herkúles. Á Íslandi á hún eina dóttur, 4 bónus börn og 2 barnabörn.

Hal

Hallgrímur hefur búið á Tenerife síðan í janúar 2018. Hann býr á Adeje með Önnu Clöru og hundinum Herkúles. Á Íslandi á hann 4 börn, 1 bónus barn og 2 bónus barnabörn.

Fernanda

Fernanda hefur búið á Tenerife síðan 2006 og hefur unnið í veitinga og hótel geiranum hér. Hún býr í Playa Paraiso með eiginmanni sínum, tveimur börnum og kisum. Fernanda hefur yfirumsjón með þrifum.