Victoria

Allt um Brúðkaup

Er draumur ykkar að gifta ykkur eða endurnýja heitin á Tenerife? Við getum aðstoðað við að láta þann draum verða að veruleika.

Margar og mis flóknar reglur eru í kringum slíkar athafnir á Tenerife og þess vegna erum við í samstarfi við viðburða- og vígslustjóra sem hefur skapað sér gott orðspor sem leiðandi brúðkaups skipuleggjandi síðastliðin 10 ár hér á Tenerife.

Innifalið í verði er ALLT sem viðkemur hjónavígslunni, pappírar, blóm og skreytingar svo eitthvað sé nefnt. Þið þurfið bara að mæta! Fólk verður alltaf að gifta sig á pappír á Íslandi til að giftingin teljist lögmæt og skiptir ekki máli hvort það sé gert á undan eða eftir athöfninni á Tenerife. Á síðu island.is má má lesa sér til um það ferli hér.

Athugið! Viðskiptavinir okkar borga ekkert aukalega, né meira, fyrir að bóka brúðkaups þjónustu hjá okkur. Bara spurning um hvar þið viljið kaupa vöru og þjónustu. ❤️

Nokkur dæmi um viðburðar staði má sjá á myndunum hér fyrir neðan. Myndir opnast stærri þegar smellt er á þær.

Sendu okkur skilaboð um óska brúðkaupið þitt og við gerum okkar besta að uppfylla drauminn á Tenerife