Victoria

Allt um Brúðkaup

Er draumur ykkar að gifta ykkur eða endurnýja heitin á Tenerife? Við getum aðstoðað við að láta þann draum verða að veruleika.

Margar og mis flóknar reglur eru í kringum slíkar athafnir á Tenerife og þess vegna erum við í samstarfi við viðburða- og vígslustjóra sem hefur skapað sér gott orðspor sem leiðandi brúðkaups skipuleggjandi síðastliðin 10 ár hér á Tenerife.

Innifalið í verði er ALLT sem viðkemur hjónavígslunni, pappírar, blóm og skreytingar svo eitthvað sé nefnt. Þið þurfið bara að mæta! Fólk verður alltaf að gifta sig á pappír á Íslandi til að giftingin teljist lögmæt og skiptir ekki máli hvort það sé gert á undan eða eftir athöfninni á Tenerife. Á síðu island.is má má lesa sér til um það ferli hér.

Nokkur dæmi um viðburðar staði má sjá á myndunum hér fyrir neðan. Myndir opnast stærri þegar smellt er á þær.

Sendu okkur skilaboð um óska brúðkaupið þitt og við gerum okkar besta að uppfylla drauminn á Tenerife