Á Tenerife er ógrynni af flottum veitingastöðum! Við ræddum það um árið að okkur myndi aldrei endast ævin að prófa alla staði eyjunnar og því listinn alls ekki tæmandi! Við munum bæta við hann eftir minni og einnig þegar við finnum eitthvað nýtt og spennandi.
Það er einnig flókið að mæla með veitingastöðum þar sem smekkur fólks er svo misjafn. Það sem einum finnst frábært finnst öðrum glatað! Við birtum því þennan lista án nokkurar ábyrgðar 😉
Munið að panta borð fyrirfram. Neðst í listanum eru svo ábendingar frá ykkur sem við höfum fengið sendar. Takk fyrir það 😀
Faldar perlur:
Nashira Cocktail & Gastrobar – nýr staður uppi í fjalli fyrir ofan Las Americas/Adeje. Smáréttir á góðu verði og FRÁBÆRT útsýni yfir Adeje! Sjón er sögu ríkari!
Caprichosa – Ef þig langar í local stemningu (og verð) þá mælum við með þessum krúttlega pizzastað í Adeje þorpinu! Alls ekki afþakka brauðið sem boðið er uppá þegar mætt er! Hálfgerðar litlar pizza “bollur” bornar fram með alioli! Dásamlegt!
Otelo I – Annar staður ofar í Adeje þorpinu er Otelo. Staðsettur eins ofarlega og hægt er að komast í Adeje, alveg við Barranco del Infierno (Helvítisgilið). Best væri að taka gönguna inn í gilið að morgni (panta þarf í gönguna fyrirfram) og enda svo gönguna á kjúllanum hjá Otelo! Algjörlega dásamleg upplifun að horfa yfir gilið frá þessum stað. Eða bara sleppa göngunni, fá sér að borða og njóta útsýnisins! 😀
Los Cristianos:
San Telmo – kjarninn er staðsettur í Los Cristianos, alveg við Las Vistas ströndina. Þetta er vinsæll kjarni á meðal heimamanna og margir góðir veitingastaðir & skemmtistaðir þegar þarf að lyfta sér upp. Flestir veitingastaðirnir eru staðsettir götumegin en barir og skemmtistaðir stranda megin. Dæmi um veitingastaðina er Sama Sama, Habibi, Asmeda Lucky 7´s, Tandoori Hut, Stone Grill og fleiri og fleiri.
Chill Out – er staðsettur alveg við undirgöngin á milli Las Vistas og Los Cristianos. Frábær matur á góðu verði.
Mesón Castellano – býður til dæmis uppá meiriháttar sirloin steikur ásamt öðrum herramanns mat. Kósý andrúmsloft og ekkert alltof dýr. Staðsettur á mörkum Las Americas og Los Cristianos.
SMOKE BROs – Ekta BBQ staður þar sem þú færð alvöru “smokey, sticky” fingramat og mjög svo framandi og skemmtilega kokteila! Staðsettur á St Eugens.
Las Americas/ Adeje:
Venture keðjan – er orðin mjög vinsæl meðal Íslendinga og margir farnir að kannast við nöfn eins og Bianco, Dedos, 88 og fleiri. Við mælum hreinlega með þeim öllum og getum ómögulega valið á milli! Þeir eru staðsettir alveg frá ströndum La Caleta, á miðri Amerísku ströndinni og alla leið upp í fjöll! Staðirnir eru eins misjafnir og þeir eru margir, allt frá fingramats stað upp í flottustu veitingastaði! Allt eftir smekk hvers og eins.
Safari Center á Av. las Americas (Laugaveginum) eru margir af Venture stöðunum staðsettir en þar má einnig finna aðra góða staði eins og td Hacienda Miranda.
Monkey Beach Club – kannski ekki beint veitingastaður, en alveg hægt að panta mat með geggjuðu kokteilunum!
La Gran Paella – Þetta er staður fyrir svanga! Lítur alls ekki út fyrir að vera áhugaverður en RISA skammtar!
The Ginger Pig – einn af okkar uppáhalds fingramats stöðum! Góð þjónusta og góður matur.
Amalfi – Nýlegur staður við Torviscas ströndina, frekar í dýrari kantinum en flottur staður og góðar steikur.
Luuma Restaurante – nýlegur kósý staður við Fañabe ströndina. Fjölbreyttur matseðill
Bravo – Bar & Grill – Geggjaðar steikur og góð þjónusta!
La Tosca – ágætur Ítalskur staður á Fañabe ströndinni
Leonardo´s – fínn staður með fjölbreyttan mat
Delhi Darbar – einn af uppáhalds Indverska staðnum okkar
The Duke Shops – nýr verslunarkjarni með svakalega flottum og góðum veitingastöðum! Viljum við helst þá nefna Miranda Tex Mex, Prime 400°, Yum Yum, Bombay Babu, og síðast en alls ekki síst, Backyard Lounge þar sem er upplagt að fá sér fordrykk áður en borðað er á einhverjum af þessum stöðum.
Rodeo Grill (Churrasquería Rodeo Grill) er staðsett á Adeje og deilir bensínstöðvar bílaplani! Aðkoman því ekki spennandi en staðurinn frábær! “All you can eat” fyrirkomulag þar sem þú borgar eitt verð pr manneskju og mátt svo borða að vild!































Og svo það sem þið hafið mælt með… 😎