Þarftu aðstoð við að sækja um NIE númer?
NIE númer samsvarar kennitölu og er nauðsynlegt að hafa þegar dvalið er til lengri tíma á Tenerife, og á Spáni yfir höfuð. Þessu númeri fylgja engar kvaðir en það er í rauninni lítið hægt að gera án þess. Þetta er nauðsynlegt til að fá samninga hjá símafyrirtækjum, opna bankareikninga, í bíla- og fasteignaviðskiptum og svo framvegis.
Við bjóðum upp á þjónustu við að sækja um NIE númer.
Fyrsta skrefið er að panta tíma á lögreglustöð þar sem umsóknin er lögð fram. Það getur verið svolítil bið eftir lausum tíma þannig að gott er að hafa góðan fyrirvara. Við sjáum svo um allan undirbúning þannig að þú þarft bara að mæta á svæðið.
Þú getur skráð þig hér að neðan og við höfum samband um hæl.