Allt um Fasteignir til sölu

Ertu að leita að draumaeigninni á Tenerife?

Við erum í samstarfi við traustar, rótgrónar fasteignasölur á Tenerife og erum á eyjunni til að aðstoða þig í öllu ferlinu
hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um eignir sem voru á skrá haustið 2022. eignirnar eru því mjög líklega seldar í dag. þessi dæmi eru einungis til upplýsinga og viðmiðunar um verð á eignum á tenerife.
Við hvetjum ykkur því eindregið að hafa samband neðst á síðunni með ykkar óskum og við aðstoðum við að finna draumaeignina.

Los Cristianos, 1 svefnherbergi, 59fm + 6fm svalir. Tilvalin til orlofs útleigu – Verð 310.000€

Til sölu falleg eins herbergja íbúð með sjávarútsýni, staðsett á 11. hæð í Costamar íbúðakjarnanum í Los Cristianos, alveg við ströndina.
Íbúðin er 59 m2 að innan og 6 m2 verönd, sameiginleg sundlaug og bílastæði og stutt í alla þjónustu.
Tilvalin íbúð til orlofs útleigu eða til einkanota.

Tvíbýli í El Madroñal, 80fm + 51 fm útisvæði 2 svefnherbergi, 2 baðherbergi – Verð 349.000€

Til sölu fallegt tvíbýlishús með sjávarsýn Staðsett í El Madroñal, rólegt svæði og nálægt allri þjónustu.
Íbúðin er á tveimur hæðum, á efri hæðinni eru 2 svefnherbergi (annað með 6 m2 svölum) og eitt fullbúið baðherbergi. Á jarðhæð er fullbúið aðskilið eldhús, eitt salerni, rúmgóð stofa / borðstofa sem opnast út á 25 m2 verönd, að hluta yfirbyggðri viðarpergólu og þaðan sem þú getur notið fallegs útsýnis yfir hafið og eyjuna La Gomera og dásamlegs sólseturs.
Við inngang hússins er önnur 20 m2 verönd, lokuð að hluta, sem hentar einnig sem geymsla. 1 bílastæði fylgir eigninni og 17 m2 geymsla . Húsið selst með húsgögnum. Tilvalin eign til að búa í eða leigja út í orlofs leigu.

Costa del Silencio, 165fm + 1400fm lóð! 3 svefnherbergi & 3 baðherbergi – verð 535.000€

Frábært einingahús á stórri lóð upp á 1400 m2! 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi + 1 gesta salerni. Stór stofa, fullbúið opið eldhús og fallegri sólstofu sem snýr í suður.
Sér bílskúr fyrir einn bíl. Húsið er í lokuðum íbúðarkjarna fjarri þjóðveginum, og þ.a.l. í rólegu umhverfi. Í kjarnanum er stór sameiginleg sundlaug.
Öll þjónusta eins og veitingastaðir, barir, stórmarkaðir, verslanir og sjórinn í göngufæri. Fullkominn staður fyrir friðsæld á eftirlaununum eða tillvalið fjölskylduheimili!

Finca Vilaflor, 572fm á 6000fm jörð. 4 svefnherbergi & 2 baðherbergi verð 750.000€

Glæsileg Finca í Vilaflor, hæsta byggða bóli á Spáni! Húsið er á þremur hæðum. Gólfflötur kjallara er 280 fm með bílskúr, líkamsræktarstöð og yfirbyggðri 14 fm verönd.

Á jarðhæð eru 4 svefnherbergi og 2 baðherbergi ásamt salerni, stofu, eldhúsi, skrifstofu, forstofu og 39 fm yfirbyggðri verönd og 86 fm opinni verönd. 15 fm efri hæð með skrifstofu og þakverönd.

117 fm vínkjallari og grillaðstaða. Yfirbyggð sundlaug, garður og ræktunarland.

Sjón er sögu ríkari fyrir þessa fjárfestingu!

Las Americas/Costa Adeje 42fm + 7fm svalir 2 svefnherbergi & 2 baðherbergi – verð 335.000€

Glæsilega nýuppgerð íbúð á mörkum Las Americas og Costa Adeje. Íbúðinni var nýlega breytt úr einu svefnherbergi og einu baði í 2 svefnherbergi + 2 baðherbergi og því frábær til orlofs útleigu, bæði vegna stærðar og staðsetningu.

Eitt hjónaherbergi með En-suite baðherbergi og annað einstaklings herbergi. Baðherbergi með sturtu og þvottavél. Eldhúskrókur með öllum tækjum og áhöldum og rúmgóð stofa/borðstofa.

Svalir með útsýni yfir sundlaugina og út á haf. Í íbúðarkjarnanum eru bílastæði og sundlaug. Einungis um 450 metrar niður á strönd og stutt í alla þjónustu.

Fullkomin íbúð fyrir þá sem vilja fjárfesta í eign til útleigu!

Torviscas Alto, Costa Adeje, 116fm + 48fm útisvæði. 4 svefnherbergi & 4 baðherbergi verð 450.000€

Raðhús með stórum veröndum og frábæru útsýni yfir hafið og La Gomera. 4 svefnherbergi, 4 baðherbergi, rúmgóð stofa-borðstofa og fullbúið eldhús.

Í kjallara er stór bílskúr með rafmagnshliði og pláss fyrir 2 bíla. Auk þess er auka svefnherbergi með baðherbergi.

Tilvalið fyrir barnafjölskyldu, staðsett í rólegu íbúðarhverfi og stutt í alla þjónustu eins og verlsunarmiðstöð, veitingastaði og kaffihús. Tvær sameiginlegar sundlaugar í íbúðarkjarnanum.

Á þessu blogi okkar förum við nánar út í skiptingu svæða og þess háttar. Við hvetjum þig til að lesa það vel og senda okkur þínar hugmyndir í kjölfarið, því fleiri og nákvæmari upplýsingar því betra.

Það sem ber að varast í íbúðarleit, hvort sem verið er að leita til leigu eða kaups, er að margar af stóru leitarsíðunum eru stundum með gamlar auglýsingar og verð, sem gefa fólki falskar vonir. Þetta er allt með ráðum gert, svo kallað “Click bait” þar sem megintilgangurinn er að fá fólk til að senda fyrirspurn og “veiða það inn“.