slaka-a

Allt um Eignaumsjón

Við veitum trausta þjónustu fyrir eignina þína

Hvort sem það sé einungis öryggisins vegna, þrif á eigninni, afhenda lykla þegar þú og þínir koma, aðstoð við útleigu, þá erum við hér fyrir þig og sníðum þjónustuna að þörfum hvers og eins.

Í alhliða eignaumsjón íbúða felst meðal annars:

Hálfsmánaðarlega farið í eignina, loftað út, svalir spúlaðar

Almennt eftirlit eignar eftir veðri og vindum

Stuttar búðarferðir (þegar vantar td þrifavörur fyrir þrif)

Samskipti og tilboðsleit við verktaka þegar þörf er á

Iðnaðarmönnum hleypt inn í eignina

Lyklaafhending þegar fólk kemur

Yfirferð eignar daginn fyrir komu

Lotkælingar hreinsaðar á 3ja mánaða fresti

Ofangreind þjónusta kostar 150€ á mánuði

Eignaumsjón fyrir starfsmanna- og stéttarfélög:

Þrif – verð fer eftir stærð eignar

Sníðum þjónustuna að þörfum hvers og eins félags

Almennt útkall er á milli 50-100€, allt eftir umfangi verks

Einnig bjóðum við uppá eftirfarandi þjónustu sem greiða þarf sérstaklega fyrir:

Þrif – verð fer eftir stærð eignar

Milliþrif ef fólk óskar á dvalartíma

Aðstoð við útleigu eignar – eign sett á síðu Allt Tenerife ef fólk vill

Tilfallandi útréttingar, kaupa/panta ef eitthvað vantar í íbúðina

Tengiliðir við öryggisfyrirtæki ef öryggiskerfi er í eigninni og útkall á sér stað

Listinn er alls ekki tæmandi – við reddum því sem redda þarf

Almennt útkall er á milli 50-100€, allt eftir umfangi verks

Frábær þjónusta mæli 100% með 🥰 Við erum svo sannarlega þakklát fyrir ykkur og alla þá hjálp og þjónustu sem þið hafið veitt okkur og okkar eign. Ég er mjög þakklát að hafa farið að fylgjast með ykkur á snapchat á sínum tíma sem varð svo að dýrmætum og góðum vinskap í kjölfarið ❤

Gunna Ósk, mars 2021

Við hjónin vorum svo heppin fyrir 2 árum að fá þau til að hafa eignarumsjón með eign okkar á Tenerife. Við gátum ekki fengið betra fólk til að sjá um okkar mál. Það er sama hvort það er stórt eða smátt, allt unnið vel og vandlega með heiðarleika og gegnsæi. Elsku þið, þið eruð 100 prósent fólk og ég mæli með ykkur. Gangi ykkur vel.

Hanna Sigga, mars 2021