Tenerife Hints

Hér fyrir neðan eru svör við spurningum sem berast okkur hvað oftast til eyrna og því er þessi listi í stöðugri uppfærslu 😉

Fyrst ber að nefna nokkrar erlendar frétta síður sem eru áhugaverðar:


  • Ég er að BRÁÐNA! Er hægt að leigja loftkælingu?!?!
    • Á Tenerife er ekki algengt að loftkælingar séu í íbúðum, því oftast er ekki þörf á því. Auðvitað geta komið tímabil yfir sumartímann þar sem fólki finnst það nauðsyn – ekki örvænta, það eru nokkur fyrirtæki sem leigja slíkan búnað ásamt allskonar öðru 😉 T.d. Spot On Holiday Hire og Holiday Hire Shop
  • Hvar er góð íþrótta búð?
    • Decathlon er í La Laguna fyrir norðan – þessi finnst okkur best
    • Annars eru sunnan megin bæði Intersport og Sprinter víða. Best að googla hvað er næst þér
  • Hvar get ég keypt gleraugu?
    • Multiópticas og Labop hafa reynst okkur vel. Oft gefa gleraugnaverslanir sér 10-15 daga á afgreiðslu, þannig við mælum með að þið nýtið fyrstu dagana í gleraugnakaup. Multiópticas má finna víða, ein t.d. í Siam Mall.
  • Hvar er Primark og hvernig kemst ég þangað?
    • Eina Primark verslunin (þegar þetta er skrifað) er í verslunarkjarnanum El Meridiano í höfuðborginni Santa Cruz.
    • Ef þú ert á bíl er lang best að setja Primark Santa Cruz inní google maps og forritið leiðir þig alveg ofaní bílakjallarann.
    • Ef þú tekur strætó stoppa leiðir 110 og 112 rétt fyrir neðan El Meridiano.
  • Strætó?
    • Strætó á Canary eyjunum kallast GuaGua (borið fram VhaVha) og aðal stoppistöðvarnar merktar Estación de GuaGuas. Fyrirtækið heitir Titsa, linkur á heimasíðuna þeirra hér. Við hverja stoppistöð er QR kóði sem hægt er að skanna á símann sinn til að sjá hvaða strætisvagnar kom þar og hvenær.
    • Hér má sjá verðlista þeirra á ensku -> Titsa verð
  • Hvar er best að leigja bílaleigubíl?
    • Það eru margar bílaleigur hér og flestar góðar. Allt spurning um framboð og eftirspurn og því ómögulegt að segja hvað kostar að leigja bíl hverju sinni. Nokkur vinsæl nöfn eru Autoreisen, SIXT, Cicar, Canarias.com
  • Er Sephora á Tenerife?
  • Hvar kemst ég í gott tásu dekur?
    • Við mælum hiklaust með Kínversku vinkonum okkar á Fañabe. Stofan heitir Shalom Ocean Spa og er núna á tveimur stöðum, ein í göngugötu hér og hin við strandlengjuna hér. Símanúmer til að panta er á linkunum en oft hægt að rölta við og panta á staðnum.
  • Apótek?
    • Apótek heita Farmacia og eru merkt með grænum krossi. Bara hægt að kaupa lyf í Farmacia.
    • Heilsubúðir/Jurta apótek, kallast Parafarmacia og merkt með bláum krossi. Þau selja ekki lyf.

Á meðan við höldum áfram að vinna með þennan lista þá bendum við á herra Google – hann er farinn að vita ansi margt! 😉