Falleg íbúð með einu svefnherbergi og svefnsófa í stofu. Staðsett í snyrtilegum lokuðum íbúðarkjarna alveg við Fañabe ströndina á Adeje.
Íbúðin er á annari hæð, stigi að íbúðinni sjálfri en allt aðgengi að kjarnanum og sundlaugargarði á jafnsléttu.
Í garðinum eru þrjár sundlaugar, þar af ein barnalaug, upphituð laug og góð sólbaðs aðstaða.
Eitt svefnherbergi ásamt svefnsófa í stofu og því svefnpláss fyrir 2-4.
Salerni með sturtu og þvottavél. Fullbúið eldhús ásamt uppþvottavél. Sjónvarp og TV box í stofu. Sér WiFi er í íbúðinni, annað fyrir garðinn og íbúðar kjarnann.





















Lágmarks leigutími er ein vika. Leiguverð er 770€ vikan + þrif 70€. Um jól, áramót og páska er leiguverð 1.190€ vikan + þrif. Staðsetning er hér
Innritun er kl 16:00 og brottför kl 12:00.
Lausar dagsetningar má sjá í dagatalinu hér fyrir neðan. Vinsamlegast bíðið eftir staðfestingu frá okkur um að tímabilið sem óskað er eftir sé laust.