Falleg 90fm íbúð með tveimur svefnherbergjum og afgirtum einkagarði í Los Cristianos.
Íbúðin er á fyrstu hæð, með aðgengi út í 60fm einkagarð þar sem er kolagrill og útihúsgögn.
Í sameign hússins eru tvær sameiginlegar sundlaugar með góðri sólbaðs aðstöðu.
Tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi 180×200 cm, hitt herbergið er með 120×200 cm rúmi og tvö börn geta sofið í sófa í stofunni. Auk þess er ferða barnarúm til staðar.








Tvö salerni eru í íbúðinni, annað með sturtu og hitt með baði og sturtu. Eldhús fullbúið ásamt uppþvottavél og þvottavél. Frítt WiFi og íslenskar sjónvarpsstöðvar.
Leiguverð er 650€ vikan + þrif 90€ . Um jól, áramót og páska er leiguverð 850€ vikan + þrif. Staðsetning er hér
Innritun er kl 16:00 og brottför kl 12:00.
Lausar dagsetningar má sjá í dagatalinu hér fyrir neðan. Vinsamlegast bíðið eftir staðfestingu frá okkur um að tímabilið sem óskað er eftir sé laust.