gleasi-radhus-costa-adeje

Glæsi Raðhús á Costa Adeje


Glæsilegt ný uppgert (sumar 2022) raðhús á besta stað á Tenerife. Grunnflötur hússins er ca 150fm + tvö stór útisvæði fyrir framan og aftan.

Stór sundlauga garður með tveimur sundlaugum, önnur upphituð, ásamt lítilli barnalaug. Einnig er leiksvæði fyrir börn í garðinum með kastala, stóru tafli ofl. Húsið var allt tekið í gegn á glæsilegan máta árið 2022 og er með svefnpláss fyrir 8 manns.

Þrjú svefnherbergi með sér baðherbergjum með sturtu. Rúmgóð stofa og eldhús ásamt stórum veröndum báðum megin við húsið.

Eitt svefnherbergi er á aðalhæð með 2x150cm rúmum (stór koja) ásamt baðherbergi með sturtu. Á aðalhæðinni er einnig eldhús og stofa í opnu rými og stigi niður í einka bílskúr.

Á annari hæð er hjóna svítan með 180cm breiðu rúmi ásamt “En-Suit” baðherbergi með sturtu. Hitt herbergið er með tveimur 90cm breiðum rúmum (hægt að setja saman í eitt 180 cm.) ásamt “En-Suit” baðherbergi með sturtu.

Á efri hæð er útgengt á svalir með sjávarsýn.

Á verönd er útigrill, sófasett, borð+stólar, sólbekkir o.fl. Húsið er búið öllum nútíma þægindum og fylgir sér bílskúr sem á neðstu hæð hússins.

Frítt wifi, loftkæling, stórt sjónvarp, apple tv, þvottavél og öryggishólf.

Húsið er einstaklega vel staðsett, rétt við H10 Costa Adeje Palace og Royal Hideaway á Costa Adeje, La Caleta.

100 metrar niður á næstu strönd og 50 metrar í  verslunarkjarna með veitingastöðum, Hiperdino verslun o.fl.  Staðsetning íbúðar er hér. Lágmarks leigutími er ein vika.

2.500€ vikan + 150-180€ þrif (fer eftir fjölda gesta)

3.500€ 10 dagar + 150-180€ þrif

Ef leigðar eru 2 vikur eða meira er vikan á 2.250€ + 150-180€ þrif

Um jól/áramót og páska er lágmarks leigutími 2 vikur og leiguverð 3.585€ vikan + þrif.

Lausar dagsetningar má sjá í dagatalinu hér fyrir neðan. Vinsamlegast bíðið eftir staðfestingu frá okkur um að tímabilið sem óskað er eftir sé laust.

Calendar is loading...
-
Laust
 
-
Bókað
 
-
Í skoðun
·
 
-
Brottför/Koma

Nafn (required):

Email (required):

Símanúmer (required):

Komudagur (required):
...

Brottfarardagur (required):
...

Heildar verð með þrifum, fyrir valdar dagsetningar (required):
0,00 

Verð á þrifum (required):
0,00 

Cleaning Fee:  

Fullorðnir (required): Börn (required):

Nánari skilaboð og aldur barna:

Ég er ekki vélmenni – skrifið stafina eins í gluggann captcha