Þetta fallega raðhús sem er á tveimur hæðum í Callao Salvaje Adeje er einungis laust um páskana og sumar tímann (júní, júlí, ágúst).
Á neðri hæð er stofa með 65″ sjónvarpi með Netflix og IPTV, stereo græjur og vifta í lofti. Fullbúið eldhús ásamt, airfyer, mixer, uppþvottavél og öllu tilheyrandi. Lítið baðherbergi á neðri hæð.
Útgengið út á terraz frá borðstofu/eldhúsi og að framanverðu er einnig smá pallur.
Á efri hæð eru 2 svefnherbergi með tvöföldum rúmum, annað með 55″ sjónvarpi og loftkælingu. Litlar svalir út frá báðum herbergjum. Baðherbergi með sturtu á efri hæð.
Einka sól svalir uppi á þaki yfir allri íbúðinni með garðhúsgögnum, bekkjum, sturtu, vask, ísskáp og þvottavél
Í sameign hússins er upphituð sundlaug ásamt sólbaðs aðstöðu.



















Lágmarks leigutími er 2 vikur, leiguverð er 700€ vikan + 100€ þrif. Um jól, áramót og páska er leiguverð 910€ vikan. Staðsetning er hér
Innritun er kl 16:00 og brottför kl 12:00.
Lausar dagsetningar má sjá í dagatalinu hér fyrir neðan. Vinsamlegast bíðið eftir staðfestingu frá okkur um að tímabilið sem óskað er eftir sé laust.