ATH! Íbúðin er í útleigu til 1. nóvember og því erum við að notast við gamlar myndir. Þær verða uppfærðar um leið og hægt er.
Lítil björt íbúð í hjarta Las Américas sem gerð var upp árið 2017. Suðursvalir með 180° sjávarsýn. Borð og stólar á svölum.











Tvær sundlaugar og endurbætur gerðar á sundlaugarsvæði árið 2019.
Eitt svefnherbergi með hjónarúmi og svefnsófi í stofu sem hentar barni. Gistirými fyrir 2-3.
Baðherbergi með sturtu og þvottavél. Í alrými er eldhús og borðkrókur.
Leiguverð er 550€ vikan + 70€ þrif. Um jól, áramót og páska er lágmarks leigutími 2 vikur og leiguverð 120€ nóttin. Staðsetning er hér
Mögulegt að leigja þessa íbúð í td 2-3 mánuði og leiguverð þá 1.650€ á mánuði + 90€ loka þrif, allir reikningar innifaldir.
Innritun er kl 16:00 og brottför kl 12:00.
Lausar dagsetningar má sjá í dagatalinu hér fyrir neðan. Vinsamlegast bíðið eftir staðfestingu frá okkur um að tímabilið sem óskað er eftir sé laust.