Fañabe íbúðir í langtímaleigu

Íbúðirnar sem við bjóðum hér uppá eru í þremur blokkum sem allar hafa lyftu og lokaðan bílakjallara. Íbúðirnar eru allar í eigu sömu fjölskyldu, staðsettar á Adeje og í 5 mínútna göngufæri frá Fañabe ströndinni. Sameiginleg sundlaug er í garði sem haldið er í 25° allan ársins hring.

Í boði eru 1, 2, og 3ja svefnherbergja íbúðir og val um hvort bílastæði í kjallara sé leigt með eða ekki. Allar íbúðir eru rúmgóðar, bjartar og fallega innréttaðar, með rúmum, borðum, stólum, sófum, þvottavél og ísskáp en annar húsbúnaður fylgir ekki eins og sjónvarp, leirtau osfrv. Íbúðirnar henta því fullkomlega þeim sem hingað flytja með sína persónulegu muni.

Lágmarks leigutími eru 9 mánuðir og ekki hægt að festa íbúð nema minna en 2 mánuðir séu í komudag. Dýrahald er ekki leyft í blokkunum.

Engir reikningar eru innifaldir í verðum. Greiða þarf 2 mánuði fyrirfram og einn mánuð í tryggingu.

Staðsetning er hér


Íbúðir með einu svefnherbergi

Allar eins svefnherbergja íbúðirnar eru með aðskildu eldhúsi, stofu/borðstofu og gangi að svefnherbergi og baðherbergi. Þvottahús út frá eldhúsi.

Eins svefnherbergja íbúðirnar eru frá 850€ á mánuði og allt að 1200€ fyrir þakíbúðirnar (Penthouse). Stærð á bilinu 50-65m2 (fyrir utan svalir eða verönd)

Myndir sjást stærri þegar ýtt er á þær


Íbúðir með 2 svefnherbergjum og ýmist 1 eða 2 baðherbergjum

Bæði er hægt að fá þessar íbúðir með einu eða tveimur baðherbergjum. Allar tveggja svefnherbergja íbúðirnar eru annað hvort með tveimur svölum eða svölum og terraz.

Verð á íbúð með 2 svefnherbergjum og 1 baði er frá 950€ á mánuði.

Verð á íbúð með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum er frá 1.000€ – 1.400€ á mánuði.

Íbúðir á jarðhæð eru frá 1.000€

Fyrsta hæð frá 1.150€

Íbúðirnar sem eru ofar og með terraz eru frá 1.400€ á mánuði.


Íbúðir með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum

Þessar eru frá 1.350€ – 1.450€ á mánuði.

Íbúðirnar eru 120-125fm að stærð fyrir utan svalir.

Sjá video hér til hliðar