Castle Harbour

Þriggja stjörnu íbúðarhótel staðsett ofarlega í Los Cristianos. Flestar íbúðir eru í einka eigu og því misgóðar, en allt til alls þótt íburðurinn sé ekki mikill. Snyrtilegur garður með upphitaðri sundlaug, góður sundlaugarbar og poolborð. Þrjár stærðir af íbúðum í boði, stúdíóíbúð, íbúð með einu svefnherbergi og íbúð með tveimur svefnherbergjum. Skipt er um handklæði á þriðja eða fjórða degi og baðherbergin eru ýmist með sturtu eða baðkari. Skipt er á rúmum á sjöunda degi. Loftviftur eru í öllum íbúðum, sem og svalir eða verönd með borði og stólum. Veitingastaðir og súpermarkaðir allt í kring og ca 1,2 km niður á strönd. Hægt er að kaupa aðgang að interneti í móttöku. Ágætis valkostur fyrir þá sem setja staðsetningu eða íburð ekki fyrir sig og þrá aðeins að komast hingað út í góða veðrið. Þegar þú bókar í gegnum okkur gefum við þér einnig afsláttarmiða á veitingastaðinn El Paso sem staðsettur er við sundlaugargarðinn.

ATH verð eru breytileg eftir tímabilum. Hér fyrir neðan má sjá verð í evrum pr nótt fyrir tímabilin 21.12.2021-04.01.2022 annarsvegar og 05.01.2022-06.04.2022 hinsvegar. Ef óskað er eftir öðrum dagsetningum þá gætu verð breyst.

Stúdíóíbúðir
Í stúdíó íbúðunum eru tvö einbreið rúm og svefnsófi fyrir einn. Í alrýminu er eldhúskrókur með ísskáp, tveggja hellu eldavél og eldhúsborði og stólum. Í rýminu er einnig gervihnattasjónvarp með ýmsum rásum.

Íbúðir með einu svefnherbergi
Í svefnherbergi eru tvö einbreið rúm og í alrými er svefnsófi sem rúmar tvo. Í alrýminu er eldhús með ísskáp, fjögurra hellu eldavél, ofni og eldhúsborði og stólum. Í rýminu er einnig gervihnattasjónvarp með ýmsum rásum.

Íbúðir með tveimur svefnherbergjum
Eitt stórt svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og sér baðherbergi. Annað minna herbergi með tveimur einbreiðum rúmum. Svefnsófi fyrir tvo er í stofu. Í alrýminu er gott eldhús með ísskáp, fjögurra hellu eldavél, ofni og eldhúsborði og stólum. Í rýminu er einnig gervihnattasjónvarp með ýmsum rásum.

Stúdíóíbúð ef 1-2 gista111€ nóttin
Stúdíóíbúð ef 3 gista124€ nóttin
Íbúð með 1 svefnh. 2 gista124€ nóttin
Íbúð með 1 svefnh. 3 gista137€ nóttin
Íbúð með 2 svefnh. 3-4 gista163€ nóttin
Verð pr nótt yfir tímabilið 21.12.2021-04.01.2022
Stúdíóíbúð ef 1-2 gista78€ nóttin
Stúdíóíbúð ef 3 gista91€ nóttin
Íbúð með 1 svefnh. 2 gista91€ nóttin
Íbúð með 1 svefnh. 3 gista104€ nóttin
Íbúð með 2 svefnh. 3-4 gista130€ nóttin
Verð pr nótt yfir tímabilið 05.01.2022-06.04.2022

Vinsamlegast bíðið eftir staðfestingu frá okkur um að tímabilið sem óskað er eftir sé laust.