Sóttvarnir á Canary eyjunum

Canary stjórn fundar yfirleitt á fimmtudögum og tilkynnir seinnipart þess dags um reglur fyrir næstu viku. Til miðnættis 30. september mun öllum sóttvörnum fyrir Canary eyjar verða aflétt tímabundið, með fyrirvara um að hægt sé að setja hömlur á aftur ef álag á heilbrigðiskerfið versnar. Reglurnar sem samþykktar voru 23. mars má lesa hér og framlenging til september má lesa hér.

Stjórnvöld mæla með að fólk haldi áfram að fara varlega og huga að persónulegum sóttvörnum svo ekki þurfi að setja hömlur aftur á.

Tenerife er á fasa 1 en engar hömlur aðrar en neðangreindar. Allar upplýsingar um fasa eyjanna má lesa nánar hér.

Stjórnvöld Spánar afnámu grímuskyldu þann 20. apríl nema á heilbrigðisstofnunum, apótekum og í almennings samgöngum. Sjá samþykkt hér. Fyrirtæki og einstaklingar mega ráða hvort starfsfólk þeirra eða þeir sjálfir beri enn grímur. Við mælum með að hafa grímu áfram til taks til að forðast það að lenda í vandræðum við að nota alla þjónustu á Spáni.

Í dag eru ekki gerðar neinar kröfur um skráningu inn til Spánar né að sýna þurfi Covid passa ef ferðast er frá EU löndum (Austria, Belgium, Bulgaria, Croatia, Cyprus, Czech Republic, Denmark, Estonia, Finland, France, Germany, Greece, Hungary, Iceland, Ireland, Italy, Latvia, Liechtenstein, Lithuania, Luxembourg, Malta, Netherlands, Norway, Poland, Portugal, Romania, Slovakia, Slovenia, Sweden, Switzerland)


Aðrar áhugaverðar síður:

Samþykktir frá Gobierno de Canarias um sóttvarnir

Tenerife – Smit og bólusetningar tölur uppfært daglega

Allar Canary eyjar – Smit og bólusetningar tölur uppfært daglega

Fréttir frá stjörnvöldum á Canary og einnig hér á Facebook

Canarian Weekly birtir nýjustu fréttir á ensku þegar þær berast hverju sinni


Ekki eru neinar reglur í dag varðandi ferðalög til Íslands en þær geta breyst eins og annarsstaðar og bendum við fólki því að skoða vel þessa síðu á Covid.is fyrir gildandi reglur Íslands hverju sinni.


Hér fyrir neðan eru nokkrir staðir sem taka PCR og hraðapróf á Tenerife. Við höfum heyrt gott af Family Doctors á Fañabe, Palm Mar og Quironsalud Costa Adeje. Einnig er hægt að fara í test í Siam Mall