Greindist þú jákvæður af Covid-19 á Tenerife?

Við vonum svo sannarlega að það séu ekki margir í þeirri stöðu að greinast jákvæðir af Covid-19 fyrir heimför til Íslands. En ef svo fer þá er ferlið hér í grófum dráttum.

Í fyrsta lagi, ef þú ert að ferðast með ferðaskrifstofu er að sjálfsögðu fyrsta skref að hringja í fararstjórann.

Gott er einnig að athuga hjá sínu tryggingarfélagi eða kortafyriræki hvernig ykkar ferðatryggingum er háttað því það eru ykkar tryggingar sem tryggja ykkar ferðatöf.

Ef þú ert á eigin vegum þá þarftu að halda kyrru fyrir á þeim stað sem þú ert að gista á þangað til að þú hefur heyrt í stjórnvöldum um næstu skref. Við erum á Spáni og ferlið gæti tekið dálítinn tíma, verið þolinmóð á meðan verið er að koma ykkur í réttan farveg <3

  • Sá sem er jákvæður þarf að hringja sjálfur því hann er spurður út í allskonar varðandi smitið og heilsuna. Símanúmerið sem á að hringja í er 900 012 061 en einungis er hægt að hringja í þetta númer úr spænsku símanúmeri! Prófið hvort þið getið hringt í 012 (eða +34 922 470 012), ef það virkar ekki að hringja þá í 112.
  • Spánn bíður ferðalöngum sem ekki hafa ferðatryggingu sjálfir og gista á “Viðurkenndri ferðamannagistingu” frá 1-30 dögum, upp á fría þjónustu ef upp kemur smit á meðan á dvöl stendur.
  • Fyrirtækið sem sér um þetta á Canary eyjum heitir AXA – heimasíðuna þeirra má finna hér.
  • Eftir að búið er að tilkynna um smitið til stjórnvalda þarf að hafa samband við AXA til að komast að hjá sóttvarnarhótelinu. Sjá texta hér á síðu þeirra: “Tourists visiting any island in the Canary Islands archipelago for a minimum of 1 night and a maximum of 30 days, staying at regulated tourist establishments, who test positive in a PCR test for COVID-19 during their stay, will be considered insured parties, and also their accompanying relatives, even if the latter do not test positive.”
  • Síminn hjá AXA er +34 932 086 807 – einnig er hægt að senda tölvupóst á team_leader_medico@axa-assistance.es
  • Bíða þarf í 7 daga frá því að smit er greint og þangað til má fara aftur í test!

Við minnum á blogið okkar hér þar sem við uppfærum gildandi sóttvarnar reglur hverju sinni um leið og þær breytast.

One comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *