Allt um Fasteignakaup

Costa Adeje
Útsýni af svölum Hallgríms og Önnu Clöru yfir Costa Adeje

Hefur þú áhuga á að skoða fasteignir á Tenerife sem eru til sölu eða leigu ?

Við erum í samstarfi við gott teymi fasteignasala, hér á Tenerife og á Íslandi og getum því aðstoðað þig við það.

Við finnum fyrir miklum áhuga Íslendinga á því að koma til Tenerife og dvelja þar hluta úr ári eða til langs tíma. Hafa ber í huga áður en skrefið er tekið, að verðlag hér er allt annað en t.d. á meginlandi Spánar, hvort sem átt er við leiguverð eða kaupverð eigna. Því getur fólk ekki búist við því að fá sambærilegt verð hér og á meginlandinu.

Það mætti jafnvel segja að fólk sé að borga meira fyrir jöfnu veðráttuna hér? Enda er leigu og kaupverð norðanmegin á eyjunni mun lægra en sunnan megin og veðráttan einnig allt önnur. Norðanmegin finna eyjaskeggjar árstíðar mun líkt og á meginlandinu.

Það sem ber að varast í íbúðarleit, hvort sem verið er að leita til leigu eða kaups, er að margar af stóru leitarsíðunum eru stundum með gamlar auglýsingar og verð sem gefa fólki falskar vonir. Þetta er allt með ráðum gert, þeir vilja að fólk sendi fyrirspurnir og oftar en ekki er svarið “æjji því miður, þessi eign VAR að seljast, en við erum með aðra sambærilega…” sem er svo kannski bara allt annað en sambærileg.

Á þessu blogi förum við nánar út í skiptingu svæða og þess háttar. Við hvetjum þig til að lesa það vel og senda okkur þínar hugmyndir í kjölfarið, því fleiri og nákvæmari upplýsingar því betra.