Heimsfaraldur og Tenerife

Canary stjórn fundar yfirleitt á fimmtudögum og tilkynnir seinnipart þess dags um reglur fyrir næstu viku.

Líkt og annarsstaðar í heiminum eiga reglur til að breytast ört. Við gerum okkar besta við að upplýsa ykkur um stöðuna hverju sinni þegar þær berast og breytast.

Ef þú hefur greinst jákvæður af Covid-19 fyrir heimför frá Canary eyjunum þá má sjá ferlið á þessu blogi

Til 27. janúar er Tenerife á level 4 . Breytingar voru gerðar á takmörkunum fyrir level 4 þann 8. janúar. BOC viðaukinn er hér og allar level reglur hér

 • Level 1: Afkastageta á útisvæði veitingastaða er 100% og inni 75% (*100%). 12 manns mega koma saman, hvort sem átt er við á borði veitingastaða eða í heimahúsi. Lokunartími staða er klukkan 03:00. *Covid Certificate er val.
 • Level 2: Afkastageta á útisvæði vetingastaða er 75% (*100%) og inni 50% (*75%). 8 manns mega koma saman, hvort sem átt er við á borði veitingastaða eða í heimahúsi. Lokunartími staða er klukkan 02:00. *Covid Certificate er val.
 • Level 3: Afkastageta á útisvæði vetingastaða er 75% og inni 33%. 6 mega koma saman, hvort sem átt er við á borði veitingastaða eða í heimahúsi. Lokunartími staða er klukkan 01:00. *Covid Certificate er skylda.
 • Level 4: Afkastageta á útisvæði veitingastaða er 75% og inni 33%. 6 mega koma saman, hvort sem átt er við á borði veitingastaða eða í heimahúsi. Lokunartími staða er klukkan 00:00. *Covid Certificate er skylda.

*Fyrir þær eyjar sem eru á level 3 og 4 þurfa veitingastaðir og barir sem hafa leyfi fyrir fleiri en 30 manns að óska eftir “covid certificate” frá öllum eldri en 12 ára. Þær eyjar sem eru á level 1 og 2 mega hafa opið samkvæmt næsta leveli fyrir neðan ef sýnd eru “covid certificate”. Það þýðir ef eyja er t.d. á level 2 þá mega þeir hafa fjölda takmarkanir og opnunar tíma skv level 1 ef staðurinn fer fram á að covid skírteini séu sýnd. Sjá frétt hér.

“Covid Certificate” telst eitt af eftirtöldu:

 • Bólusettningarvottorð gegn Covid 19
 • Vottorð um að hafa myndað mótefni gegn Covid 19
 • Neikvætt Covid 19 test

Margir velta fyrir sér hvort börn séu inni í tölunni um fjölda sem mega koma saman. Því miður er erfitt að svara því og djúpt á upplýsingum frá stjórnvöldum um það. En eins og við skiljum reglurnar þá er þetta alltaf fjöldi fólks, burt séð frá aldri. Grímuskyldan á td ekki við börn yngri en 6 ára og hafa margir heimamenn talið að það sé sama varðandi samkomutakmarkanir. Best er að spyrja á hverjum stað fyrir sig.

Á öllum levelum er enn bannað að dansa en karaoke er leyft ef söngvararnir eru með grímu á meðan sungið er og míkrófónn sprittaður á milli söngvara! 😏

 • Grímuskylda er á Spáni þar til annað verður ákveðið. Einu undantekningarnar eru:
  • Þegar stundaðar eru íþróttir
  • Á göngu á opnum svæðum ef engin annar er nálægt, eða með fjölskyldumeðlimum svo lengi sem 1,5 meter er á milli fólks
  • Á náttúrulegum opnum svæðum
  • Í fjölskylduumhverfinu
 • Sektir eru við því að hafa ekki grímu tiltæka á sér öllum stundum.

Allir þurfa að fylla út form 48 tímum fyrir komu á síðu Spain Travel Health sem birtir einnig allar sóttvarnarreglur Spánar. Eftir að formið hefur verið útfyllt fær viðkomandi QR kóða sem sýndur er á flugvellinum. Heimsferðir settu saman mjög góðar leiðbeiningar hvernig á að fylla út formið og má sjá það hér.

Það sem þarf til að ferðast FRÁ Íslandi TIL Spánar, þar á meðal Canary eyja, er EITT af eftirfarandi:

 • Viðurkennt neikvætt Covid19 próf: NAAT- nucleic acid amplification tests (e.g.: RT-PCR, RT-LAMP, TMA, HAD, NEAR, CRISPR, SDA), innan við 72 klst fyrir komu til Spánar
 • RAT-rapid antigen test, innan við 48 klst fyrir komu til Spánar
 • Vottorð yfir að hafa greinst og myndað mótefni gegn Covid19
 • Bólusetningarvottorð gegn Covid, amk 14 dagar síðan seinni sprauta fékkst eða frá Janssen
 • Börn yngri en 12 ára þurfa ekki að sýna fram á neikvætt test

Ísland er á lista yfir áhættusvæði en ekki há-áhættusvæði og er núverandi listi í gildi til 30. janúar!

Ísland er RISK en ekki HIGH risk til 30.jan

Aðrar áhugaverðar síður:

Samþykktir frá Gobierno de Canarias um sóttvarnir

Tenerife – Smit og bólusetningar tölur uppfært daglega

Allar Canary eyjar – Smit og bólusetningar tölur uppfært daglega

Fréttir frá stjörnvöldum á Canary og einnig hér á Facebook

Canarian Weekly birtir nýjustu fréttir á ensku þegar þær berast hverju sinni


Varðandi reglur á Íslandi þegar farið er aftur til Íslands breytast þær eins og annarsstaðar og bendum við fólki því að skoða vel þessa síðu á Covid.is fyrir gildandi reglur Íslands hverju sinni.

Fyrir komu til Íslands þarf að skrá sig inn á þessari slóð.


Hér fyrir neðan eru nokkrir staðir sem taka PCR og hraðapróf á Tenerife. Við höfum heyrt gott af Family Doctors á Fañabe, Palm Mar og Quironsalud Costa Adeje. Einnig er hægt að fara í test í Siam Mall